Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að afkoma hins opinbera - 311 svör fundust
Niðurstöður

Um hvað snýst umræðan um áhrif ESB-aðildar á sjávarútvegsstefnu Íslands?

Umræðan um áhrif Evrópusambandsaðildar á sjávarútvegsstefnu Íslendinga snýst um sjö meginatriði: fullveldisrétt yfir ákvörðunum um veiðiheimildir, möguleg frávik Íslendinga frá sjávarútvegsstefnu ESB, fullt forræði yfir fiskimiðum Íslands, kvótahopp, ríkisstyrki, og ákvarðanatöku og stefnumótun á sviði sjávarútveg...

Er hægt að meta áhrif upptöku evru á hagvöxt á Íslandi?

Já, það er hægt og hefur verið gert fyrir önnur lönd. Í mjög stuttu og almennu máli sýndu þær rannsóknir að evran sjálf virtist hafa takmörkuð eða hverfandi áhrif á hagvöxt. Það virðist sem megináhrifin séu í því falin að vera hluti sameiginlega markaðarins. *** Það hafa verið gerðar margar tilraunir til þes...

Hver eru launakjör samninganefndar Íslands og samningahópa í aðildarviðræðunum við ESB?

Fulltrúar og starfsmenn í samninganefnd Íslands og samningahópum vegna aðildarviðræðna Íslands við ESB fá „ekki sérstaklega greitt fyrir störf sín“. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Það þýðir ekki að starfsmannakostnaður íslenska ríkisins vegna aðildarviðræðnanna sé enginn heldu...

Hvaða hugmyndir hafa menn haft um Evrópuhugsjónina og Evrópusamruna frá síðari heimsstyrjöld og til okkar daga?

Auk þessa svars er fjallað um Evrópuhugsjónina í tveimur öðrum svörum eftir sama höfund: Hver er Evrópuhugsjónin og hvaða hugmyndir höfðu menn fyrr á öldum um hana? Hvaða hugmyndir höfðu menn um Evrópuhugsjónina á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar og á millistríðsárunum? Hugmyndir um evrópska samvinnu komust ...

Hvar eru höfuðstöðvar Evrópusambandsins?

Evrópusambandið sjálft á sér ekki einar höfuðstöðvar. Sérhver stofnun sambandsins hefur aðsetur á ákveðnum stað og er staðsetningin tilgreind í bókun 6 við Sáttmálann um starfshætti Evrópusambandsins (Lissabon-sáttmálann). Evrópuþingið (European Parliament) hefur aðsetur í Strassborg í Frakklandi og kemur þar s...

Er Ísland ekki á milli meginlandsflekanna og telst því hvorki til Evrópu né Ameríku, jarðfræðilega?

Réttara er að Ísland er á mótum Evrasíu- og Ameríkuflekanna og telst því jarðfræðilega til beggja álfa fremur en hvorugrar — austurhlutinn til Evrópu, vesturhlutinn til Ameríku. Í öllu öðru náttúrufari er Ísland tengdara og líkara Evrópu en Ameríku. *** Að því er varðar náttúrufar að öðru leyti á Ísland fle...

Hversu langan tíma að meðaltali tóku aðildarviðræður ríkjanna í ESB?

Í eftirfarandi töflu eru teknar saman upplýsingar um aðildarviðræður allra þeirra ríkja sem hafa sótt um aðild að Evrópusambandinu og lokið viðræðum með undirritun aðildarsamnings. Á listanum er 21 aðildarríki Evrópusambandsins, það eru öll nema stofnríkin sex, auk Noregs, sem í tvígang hefur lokið aðildarviðræðum...

Evrópska nágrannastefnan

Evrópsku nágrannastefnunni (e. European Neighbourhood Policy) var komið á fót í kjölfar stækkunar Evrópusambandsins árið 2004. Hún á að varna því að bilið milli hins stækkaða sambands og nýju nágrannaríkjanna í austri og suðri breikki. Stefnunni er ætlað að styrkja tengslin milli Evrópusambandsins og 16 nánustu ná...

Er það rétt að Evrópusambandið vilji takmarka kanil í sætabrauði og ef það er rétt af hverju vill sambandið gera það?

Kassíukanill frá Kína er sú kaniltegund sem notuð er hvað mest í matargerð en hún inniheldur töluvert mikið magn af efninu kúmarín sem talið er hafa skaðleg áhrif á starfsemi lifrar sé þess neytt í miklu magni. Evrópusambandið hefur því samþykkt reglugerð sem takmarkar magn kúmaríns í bakstursvörum. Reglugerð E...

Hvaða áhrif hefur verðbólga í framtíðinni á þann sem kaupir fasteign á lánum?

Verðbólga hefur ýmiss konar áhrif á þá sem taka lán til húsnæðiskaupa. Langtímalán vegna húsnæðiskaupa eru undantekningalítið verðtryggð á Íslandi. Því hefur verðbólga bein áhrif á þann fjölda króna sem greiða þarf í afborganir og vexti af húsnæðislánum í mánuði hverjum. Húsnæðislán eru verðtryggð miðað við vísitö...

Sjávarútvegssjóður Evrópu

Sjávarútvegssjóður Evrópu (e. European Fisheries Fund, EFF) hóf starfsemi árið 2007. Samið var um stofnun hans við endurskoðun sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins árið 2002 en sjóðurinn tók við af svonefndri fjármögnunarleið við þróun í sjávarútvegi (e. Financial Instrument for Fisheries Guidance, ...

Nú hefur ESB reiknað út skattbyrði landa sinna fyrir árið 2011, hvert er hlutfall Íslands til samanburðar?

Í vikunni voru sagðar fréttir af því í íslenskum fjölmiðlum að Danir væru skattakóngar Evrópusambandslandanna. Tilefnið var nýútkomin samantekt Eurostat um skatttekjur Evrópusambandsríkjanna á árinu 2011. Samkvæmt niðurstöðum Eurostat námu skatttekjur danska ríkisins 48,6% af vergri landsframleiðslu árið 2011 eða ...

Af hverju eru ekki allar þjóðir innan ESB með evru sem gjaldmiðil?

Ellefu af 28 aðildarríkjum Evrópusambandsins eru ekki hluti af evrusamstarfinu eða evruhópnum, eins og evruríkin eru oft nefnd. Tvö þeirra hafa varanlega undanþágu frá upptöku evru en hin níu eru skuldbundin til upptökunnar. Þau eru þó mislangt á veg komin með að uppfylla skilyrðin fyrir upptöku hins sameiginlega ...

Ef Ísland yrði hluti af ESB yrðu íslensk stjórnvöld þá neydd til að lækka virðisaukaskatt svo að íslensk verslun stæðist samkeppni frá öðrum Evrópuríkjum?

Engar reglur eru til í Evrópusambandinu sem kveða á um hámarkshlutfall virðisaukaskatts (VSK). Íslenskum stjórnvöldum yrði því ekki gert að lækka hlutfall innlends virðisaukaskatts við aðild að Evrópusambandinu. Töluverð samræming hefur þó átt sér stað milli aðildarríkja ESB á sviði virðisaukaskatts, meðal annars ...

Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 3. Fyrstu skrefin

Kola- og stálbandalagið (KSB) frá 1952 var hvorki stórt í sniðum né heldur var því ætlað umfangsmikið verksvið. Helstu tíðindin voru þau að fyrrverandi óvinaþjóðir hófu samstarf sem var yfirþjóðlegt; einfalt fullveldi einstakra ríkja vék á þessum vettvangi fyrir hagsmunum heildarinnar, svo sem friði, viðskiptum og...

Leita aftur: